Ferlin

Rafmagn er dæmi um ferli þar sem náttúruleg hringrás vatns er nýtt til að skapa verðmæti. Vatni er safnað til fjalla og fallhæðin og þungi vatnsins notaður til þess að snúa túrbínu og framleiða rafmagn. Flutningskerfi Landsnets flytur síðan rafmagnið frá virkjun til dreifingaraðila eins og Norðurorku sem tengir síðan notendur við auðlindina.

 xxxakldjsf

 

Í stað þess að urða matarleifar með tilheyrandi umhverfiskostnaði er mun skynsamlegra að koma þeim á jarðgerðarstöð sem breytir úrganginum í moltu/áburð sem getur nýst til dæmis til skógræktar. Með þessu minnkum við umhverfisáhrif umtalsvert og sköpum verðmæti úr því sem áður var urðað.

Jarðgerð

 

Matarolíu sem fellur til við t.d. steikingu á frönskum kartöflum, kleinum, laufabrauði o.s.frv., eða olíu af fetaosti, sólþurrkuðum tómötum, túnfiski o.fl. má skila á grenndarstöðvar í stað þess að hella henni niður. Þaðan fer olían til vinnslu í Orkey sem breytir matarolíunni í lífdísil í efnaferli við metanól. Lífdísilinn má nota á skip eða bifreiðar, eða til lagningar yfirborðs þjóðvega í stað jarðefnaeldsneytis. Með þessu minnkum við umhverfisáhrif umtalsvert og sköpum verðmæti úr því sem áður var urðað eða sett í fráveitu.

 Notuð lífolía