Kolefnishlutlaus bær

Akureyri er mjög gott dæmi um bæ sem hefur alla þá þætti sem stærri bæir og borgir hafa eins og mikla matvælaframleiðslu, sjúkrahús, öll skólastig, byggingarstarfsemi, ferðamennsku og efnaiðnað. Markmið Vistorku er að vinna að því að taka saman upplýsingar um þau verkefni sem þegar eru í gangi á þessu sviði á Akureyri og vinna að því að koma nýjum verkefnum af stað sem munu stuðla að því að ná þessu markmiði.

Kolefnishlutleysi er skilgreint þannig að vegið er á móti útblæstri í andrúmslofti jarðar. Leitast er eftir að jafna eða hlutleysa mengunina með öðrum aðgerðum eins og til dæmis með framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti og skógrækt (e. Carbon-neutral: making or resulting in no net release of carbon dioxide into the atmosphere, especially as a result of carbon offsetting).

Vistorka mun á næstu vikum og mánuðum afla gagna og reikna út og birta hér kolefnisspor Akureyringa.