Fara í efni

Molta

Molta ehf. er jarðgerðarstöð á Þveráreyrun 1a í Eyjarfirði. Stöðin var formlega opnuð í ágúst 2009 og voru það ár unnin tæplega 3.000 tonn af úrgangi en framleiðslugeta stöðvarinnar hefur aukist til muna síðan þá og vinnur Molta nú árlega úr um 6-8.000 tonnum af lífrænum úrgangi.

Hráefnið (lífrænan úrgang) fær Molta ehf. frá kjötvinnslum og sláturhúsum, smávegis frá fiskvinnslum, frá heimilum (græni dallurinn) og fyrirtækjum. 

Það sem má fara í græna dallinn:

Þegar þessi lífræni úrgangur hefur farið í gegnum ákveðið framleiðsluferli verður hann að kraftmoltu sem er lífrænn áburður og jarðvegsbætandi efni. Kraftmolta er ólík gróðurmold að því leyti að hún inniheldur ekki ólífræn efni í neinu magni (t.d. sand) eins og moldin gerir. Því er um að ræða ræktunarefni sem inniheldur mun meira af næringarefnum en moldin og getur því kallast áburðargjafi eða jarðvegsbætir, en getur þó ekki komið alveg í stað áburðar.


Meiri upplýsingar um framleiðslu á moltu er hægt að fá á heimasíðunni  MOLTA EHF.

 

Kraftmolta er 100% molta unnin úr lífrænum heimilisúrgangi og sláturúrgangi. 

Hún hentar vel á golfvelli, í garða, í skógrækt og aðra ræktun þar sem öflugs áburðar er þörf. 

Varast skal að nota moltu eingöngu þar sem hún getur verið of sterkur áburður fyrir rætur plantna. 

Ekki má nota moltu í matjurtaræktun eða þar sem beitardýr ná til. 

íbúar Akureyrar geta nú sótt sér moltu án endurgjalds á tveimur stöðum í bænum; á Krókeyri sunnan við Mótorhjólasafnið og á brennustæðið sunnan við gámasvæðið í Réttarhvammi.

Um er að ræða tvenns konar moltu:

Gróðurmoltu, sem er hágæða molta unnin úr gróður- og grasleifum. Þessi molta hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtagarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi. Æskilegt er að blanda moltunni saman við mold eða sand og dreifa ofan á mold.

Kraftmolta er hágæða jarðvegsbætir sem unninn er úr lífrænu hráefni frá heimilum og sláturhúsum. Hægt er að nota þessa moltu á grasflatir bæði sem áburð ofan á og eins við sáningu í blómabeð og trjá- og runnabeð. Ekki er æskilegt að nota kraftmoltu í matjurtagarða.

Efnainnihald kraftmoltu

Köfnunarefni (N) - 20-35 g/kg af þurrefni

Fosfór (P) að meðaltali 6,1 g/kg af þurrefni

Kalíum (K) að meðaltali 4,2 g/kg af þurrefni

Kalsíum (Ca) að meðaltali 20 g/kg af þurrefni

Magnesíum (Mg) að meðaltali 1,2 g/kg af þurrefnum

Natríum (Na) að meðaltali 3,5 g/kg af þurrefnum 

 

 

Gróðurmolta er 100% íslensk molta unnin úr gróður- og grasleifum. 

Hún hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtagarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi.

Æskilegt er að blanda henni saman við mold eða dreifa ofan á moldina.

íbúar Akureyrar geta nú sótt sér moltu án endurgjalds á tveimur stöðum í bænum; á Krókeyri sunnan við Mótorhjólasafnið og á brennustæðið sunnan við gámasvæðið í Réttarhvammi.

Um er að ræða tvenns konar moltu:

Gróðurmoltu, sem er hágæða molta unnin úr gróður- og grasleifum. Þessi molta hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtagarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi. Æskilegt er að blanda moltunni saman við mold eða sand og dreifa ofan á mold.

Kraftmolta er hágæða jarðvegsbætir sem unninn er úr lífrænu hráefni frá heimilum og sláturhúsum. Hægt er að nota þessa moltu á grasflatir bæði sem áburð ofan á og eins við sáningu í blómabeð og trjá- og runnabeð. Ekki er æskilegt að nota kraftmoltu í matjurtagarða.

Efnainnihald Gróðurmoltu

Köfnunarefni (N) - heildarmagn á bilinu 11 - 15 g/kg af þurrefni

Fosfór (P) að meðaltali 6,1 g/kg af þurrefni

Kalíum (K) að meðaltali 4,2 g/kg af þurrefnum

Kalsíum (Ca) að meðaltali 20 g/kg af þurrefnum

Magnesíum (Mg) að meðaltali 1,2 g/kg af þurrefni

Natríum (Na) að meðaltali 3,5 g/kg af þurrefni

Eftirfarandi verkefni í landgræðslu, skógrækt eða annarri ræktun hafa nýtt moltu til að ná betri árangri. 

Hólasandur

Skógræktin, Landgræðslan og Molta ehf. hafa frá árinu 2015 gert tilraunir með nýtingu moltu til trjáræktar og uppgræðslu á berum sandinum á Hólasandi norðan Mývatnssveitar. Í ljós hefur komið að verulegt gagn er að moltunni við slíkar aðstæður en enn er unnið að því að þróa aðferðir við flutning og dreifingu moltunnar svo að sem bestur árangur náist miðað við kostnað. Umhverfisráðuneytið styrkir verkefnið fjárhagslega, sem meðal annars nýtist til flutnings á moltunni úr Eyjafirði austur á Hólasand þar sem henni verður dreift. Gróðursett hefur verið í hluta þessa svæðis og settar út tilraunir með niturbindandi plöntur, svo sem hvítsmára, baunagras og fleiri.

Moltulundur

Eitt af áætluðum verkefnum í skógrækt og landgræðslu í kringum Akureyri er að leggja á grunn að Moltulundi í kringum skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Á svæðinu verður tilraun til trjáræktar og landgræðslu á rýru svæði yfir 500 metrum.

Græni trefillinn

Skipulagt hefur verið 135 ha skóglendi á um 700 ha landsvæði til útivistar við Græna trefilinn sem Akureyrarbær hefur skilgreint við efri bæjarmörk. Vinna er hafin við undirbúning svæða, gróðursetningu, girðingavinnu og dreifingu á moltu. Gert er ráð fyrir að hægt verði að nýta um 1.800 m³ af moltu á Glerárdal í tegslum við þetta verkefni.

Græni trefillinn

Molta fyrir bæjarbúa

íbúar Akureyrar geta nú sótt sér moltu án endurgjalds á tveimur stöðum í bænum; á Krókeyri sunnan við Mótorhjólasafnið og á brennustæðið sunnan við gámasvæðið í Réttarhvammi.

Um er að ræða tvenns konar moltu:

Gróðurmoltu, sem er hágæða molta unnin úr gróður- og grasleifum. Þessi molta hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtagarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi. Æskilegt er að blanda moltunni saman við mold eða sand og dreifa ofan á mold.

Kraftmolta er hágæða jarðvegsbætir sem unninn er úr lífrænu hráefni frá heimilum og sláturhúsum. Hægt er að nota þessa moltu á grasflatir bæði sem áburð ofan á og eins við sáningu í blómabeð og trjá- og runnabeð. Ekki er æskilegt að nota kraftmoltu í matjurtagarða.

Lystigarðurinn

Lystigarðurinn á Akureyri notar moltu í öll beð garðsins.

Ein af ástæðunum er að illgresi nær ekki að sá sér í hreinni moltu. 

Golfvöllurinn Jaðar

Golfvöllurinn Jaðar, sem staðsettur er á Akureyri, hefur notað moltu síðustu ár til að græða upp og halda við grasflötum vallarins. Nýting moltu hefur skilað góðum árangri, þá sér í lagi í  grasvexti.