Verkefnið Leifur Arnar snýst um að...

 

... minnka matar- og umbúðasóun á veitingastöðum með því að koma upp umbúðakerfinu Leifur Arnar. Viðskiptavinir geta tekið leifarnar með sér heim í umbúðum úr pappa sem má, ef ekki er hægt að þrífa þær og flokka sem pappa, flokka sem lífrænan úrgang sem fer í jarðgerð. Þetta á einnig við um mat sóttan á veitingahús (take-away) 

 

... koma upp hvatakerfi sem tryggir að veitingastaðir vinni samkvæmt loftslagsþrennunni:

  1. Minnka matarsóun með Leif Arnar kerfinu.
  2. Skila allri notaðri steikingarolíu í lífdísilgerð.
  3. Allur lífrænn úrgangur fari í jarðgerð.

 

Sýnileiki Leifs Arnars

 

1. Á staðnum er að finna merki Leifs Arnars og upplýsingar tengt hvatakerfinu.

 

2. Á borðum gesta eða við afgreiðsluborð staðarins eru upplýsingar sem hvetja viðskiptavini til að taka matarleifarnar með sér heim og umbúðir fyrir matvæli eru úr pappa og má því ýmist flokka með pappa eða fara beint í jarðgerð.

 

3. Þjónar staðarins eiga að spyrja gesti að fyrra bragði hvort þeir vilji taka matarLeifArnar með sér heim þegar þeir hreinsa diska af borðum viðskiptavina.