Fara í efni

Fréttir

Tökum Leif Arnar með og minnkum matarsóun

Leifur Arnar er verkefni á vegum Vistorku í samstarfi við Akureyrarbæ sem snýst um að auka vitund um loftslags-, umhverfis- og auðlindaáhrif matarsóunar og umbúða fyrir matvæli.

Samgönguvikan er hafin

Evrópska samgönguvikan hófst í gær en hún er haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og eru mikilvægur þáttur í loftslagsaðgerðum.

Samstarf Vistorku og SIT á Akureyri

SIT eða School for International Training er bandarísk sjálfseignastofnun sem býður nemendum í bandaríkjunum upp á fjölbreytt námskeið á háskólastigi. Undanfarin ár hafa verið í boði námskeið á Íslandi þar sem áherslurnar eru auk íslensku, málefni tengd endurnýjanlegri orku, tækni og auðlindahagfræði.

Vistorka og SSNE hljóta styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutaði nýlega styrkjum til að efla hringrásarhagkerfið á Íslandi. Styrkveitingunum er ætlað að styðja við nauðsynlega uppbyggingu innviða hringrásarhagkerfisins á Íslandi og nýsköpun og þróun sem stuðlað getur að innleiðingu þess hérlendis.

Græna Akureyri - N1 mót KA

Akureyrarbær vill hvetja bæjarbúa og gesti bæjarins til að leggja sitt af mörkum svo við getum staðið við að kalla okkur umhverfisvænan bæ - Græna Akureyri. Verum dugleg að nýta okkur góða veðrið hér á Akureyri og hvað bærinn er lítill, við skulum því labba, taka strætó, nýta Hoppin og ef við verðum að fara á bíl þá að nýta ferðina vel með fullan bíl af fólki. Þannig fyllum við líka bæinn af mannlífi frekar en bílaumferð.

Vísindaskólinn - Er orkan endalaus?

Vistorka tók þátt í Vísindaskóla Háskólans á Akureyri nú í lok júní mánaðar. Skólinn er ætlaður börnum á aldrinum 11–13 ára og veitir þeim innsýn í vísindi líðandi stundar og tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Þemað þetta árið í orkuhluta námskeiðsins var: Er orkan endalaus? Að dagskránni komu Landsvirkjun, Orkusetur, Landsnet og Vistorka.

Ársfundur Vistorku

Hér má sjá upptöku frá beinu streymi af ársfundi Vistkorku sem tekin var upp á N4 28. maí 2021

Festa - Einfalt verkfæri til að reikna út kolefnisfótspor fyrirtækja

Festa hefur komið á fót öfflugum Loftslagsmæli í 2 útgáfum (excel og vefútgáfa) sem er uppfærður árlega af sérfræðingahópi Festu og Reykjavíkurborgar. Loftslagsmælirinn er aðgegnilegur öllum að kostnaðarlausu og auðveldar mjög vegferð fyrirtækja í að halda utan um kolefnisbókhald sitt.