Fara í efni

Fréttir

Umhverfisspjall Vistorku

Katla Eiríksdóttir skrifar
Umhverfisspjall Vistorku er nýr liður á heimasíðu okkar.

Frumhagkvæmnimat Líforkuvers komið út

Úttekt á því að reisa svokallað líforkuver á Norðurlandi Eystra hefur nú verið birt á vef SSNE. Verkefnið snýst um mat á hagkvæmni þess að safna saman mest öllum lífrænum úrgangi sem fellur til á NA-landi á einn stað – Líforkuver – og vinna úr honum verðmætar afurðir.

Evrópska Nýtnivikan er byrjuð!

Evrópska Nýtnivikan byrjaði laugardaginn 19. nóvember með Hannyrðapönki í Listasafni Akureyrar og stendur til sunnudagsins 27. nóvember.

Prufukeyrsla Strætóskólans

Í síðustu viku hófst prufukeyrsla Strætóskólans á Akureyri þar sem 5. bekkur í Naustaskóla prufaði skólann. Markmið verkefnis

Akureyringar kaupa eldsneyti fyrir 4 milljarða á hverju ári

Guðmundur H. Sigurðarson skrifar
Ætla má að samfélagið á Akureyri verji um 4 milljörðum á hverju ári í kaup á dísilolíu og bensíni á fólksbíla sína. Það er hærri upphæð en kostar að byggja upp allt stofnstígakerfi bæjarins fyrir umferð gangandi og hjólandi.

Ert þú orkugjafi?

Rúmur áratugur er síðan byrjað var að flokka sérstaklega matarleifar í Eyjafirði og koma þeim í jarðgerð hjá jarðgerðastöðinni Moltu ehf. á Þveráreyrum í Eyjarfjararðsveit. Mikilvægt er að allar matarleifar skili sér í jarðgerð því rétt meðhöndlun á lífrænum úrgangi er alvöru loftslagsaðgerð. Gæta þarf vel að því hvað fer í Grænu körfuna/Brúnu tunnuna þar sem aðskotahlutir eins og málmar og plast geta skemmt vélbúnað Moltu og dregið úr gæðum moltunnar sem jarðvegsbæti.

Dregið úr matarsóun og stutt við þá sem minnst hafa

Vistorka, Akureyrarbær og Hjálpræðisherinn eru að hrinda af stað verkefni þar sem veitingaaðilar eru hvattir til að gefa þann mat sem verður eftir við stórar veislur og aðra slíka starfsemi. Markmiðið er að draga úr matarsóun og um leið styðja þau sem þurfa á mataraðstoð að halda.

Tökum Leif Arnar með og minnkum matarsóun

Leifur Arnar er verkefni á vegum Vistorku í samstarfi við Akureyrarbæ sem snýst um að auka vitund um loftslags-, umhverfis- og auðlindaáhrif matarsóunar og umbúða fyrir matvæli.

Samgönguvikan er hafin

Evrópska samgönguvikan hófst í gær en hún er haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og eru mikilvægur þáttur í loftslagsaðgerðum.

Samstarf Vistorku og SIT á Akureyri

SIT eða School for International Training er bandarísk sjálfseignastofnun sem býður nemendum í bandaríkjunum upp á fjölbreytt námskeið á háskólastigi. Undanfarin ár hafa verið í boði námskeið á Íslandi þar sem áherslurnar eru auk íslensku, málefni tengd endurnýjanlegri orku, tækni og auðlindahagfræði.

Vistorka og SSNE hljóta styrk frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið úthlutaði nýlega styrkjum til að efla hringrásarhagkerfið á Íslandi. Styrkveitingunum er ætlað að styðja við nauðsynlega uppbyggingu innviða hringrásarhagkerfisins á Íslandi og nýsköpun og þróun sem stuðlað getur að innleiðingu þess hérlendis.

Græna Akureyri - N1 mót KA

Akureyrarbær vill hvetja bæjarbúa og gesti bæjarins til að leggja sitt af mörkum svo við getum staðið við að kalla okkur umhverfisvænan bæ - Græna Akureyri. Verum dugleg að nýta okkur góða veðrið hér á Akureyri og hvað bærinn er lítill, við skulum því labba, taka strætó, nýta Hoppin og ef við verðum að fara á bíl þá að nýta ferðina vel með fullan bíl af fólki. Þannig fyllum við líka bæinn af mannlífi frekar en bílaumferð.

Vísindaskólinn - Er orkan endalaus?

Vistorka tók þátt í Vísindaskóla Háskólans á Akureyri nú í lok júní mánaðar. Skólinn er ætlaður börnum á aldrinum 11–13 ára og veitir þeim innsýn í vísindi líðandi stundar og tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Þemað þetta árið í orkuhluta námskeiðsins var: Er orkan endalaus? Að dagskránni komu Landsvirkjun, Orkusetur, Landsnet og Vistorka.

Ársfundur Vistorku

Hér má sjá upptöku frá beinu streymi af ársfundi Vistkorku sem tekin var upp á N4 28. maí 2021

Festa - Einfalt verkfæri til að reikna út kolefnisfótspor fyrirtækja

Festa hefur komið á fót öfflugum Loftslagsmæli í 2 útgáfum (excel og vefútgáfa) sem er uppfærður árlega af sérfræðingahópi Festu og Reykjavíkurborgar. Loftslagsmælirinn er aðgegnilegur öllum að kostnaðarlausu og auðveldar mjög vegferð fyrirtækja í að halda utan um kolefnisbókhald sitt.

Bætt nýting á moltu

Átaksverkefni um nýtingu moltu á Norðurlandi hlýtur styrku frá Umhverfis- auðlindaráðuneytinu

Ársfundur Vistorku 2017

Ársfundur Vistorku ehf. haldinn föstudaginn 18. ágúst kl. 15:00 í Háskólanum á Akureyri.

8 Loftslagsaðgerðir

Vistorka óskar landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og vonar að árið 2017 verði árið þar sem við öll tökum fullan þátt í því að Ísland verði leiðandi í umhverfsmálum í heiminum.

Græna trektin - Orka úr eldhúsinu

Græna trektin er samstarfsverkefni Norðurorku, Orkuseturs, Orkeyjar, Vistorku og Gámaþjónustunnar á Akureyri um söfnun á matarolíu frá heimilum.

Háskólinn á Akureyri tekur forystu í umhverfismálum

Háskólinn á Akureyri hefur formlega tekið til notkunar fyrstu vistvænu bílastæðin. Hér er um eitt af mörgum skrefum sem háskólinn er að taka til þess að verða kolefnishlutlaus í framtíðinni. Stæðin eru ætluð fyrir ökutæki sem geta tekið við innlendri orku og eru fjögur þeirra búin rafhleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.

Vistorkustæði

Föstudaginn 28. ágúst vígði Eiríkur Björn bæjarstjóri fyrstu „grænu“ bílastæðin á Akureyri

Styrkir til vistorkuverkefna

Vistorka og Orkey hlutu í júní styrki frá Uppbyggingarsjóði Norðulands eystra og Íslandsbanka í að kanna hagkvæmni þess að nýta allan fitu- og olíuríkan úrgang á svæðinu til framleiðslu á eldsneyti.

Vistorka ehf. stofnuð

Tilgangur Vistorku er að kanna frekari möguleika á framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis sem nýtir innlent hráefni. Markmiðið er að meta hvort á Eyjafjarðarsvæðinu sé hægt á sjálfbæran hátt að nýta hráefni sem til fellur til framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti. Einnig mun félagið kanna mögulega nýtingu á þeim hliðarafurðum sem framleiðslunni tengjast.