Fara í efni

Vistorka ehf.

Félagið var stofnað í maí 2015 og er einkahlutafélag í 100% eigu Norðurorku. Markmiðið með stofnun Vistorku er að stuðla að framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis með sjálfbærri nýtingu hráefnis sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Félagið kannar auk þess mögulega nýtingu á þeim hliðarafurðum sem framleiðslunni tengjast og með hvaða hætti nýting og samspil þeirra getur stutt við meginmarkmiðin.

Vistorka hefur einnig það hlutverk að hvetja og fræða íbúa, stofnanir og fyrirtæki um orkuskipti, sjálfbærni, loftslags- og umhverfismál í víðu samhengi.