Fara í efni

Greinar

Danska á sunnudögum

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Utanaðkomandi áhrif hafa, eins og víða, mótað sögu og mannlíf Akureyrar í gegnum tíðina. Á Akureyri eru dönsk áhrif áberandi, t.a.m. varð Akureyri kaupstaður – í fyrsta sinn – rétt fyrir 1800 í kjölfar ákvörðunar Danakonungs sem vildi efla þéttbýli á Íslandi. Þá bjuggu 12 á Akureyri. Akureyri hefur alla burði til að verða fyrirmyndabær að öllu leyti, ekki síst í umhverfismálum enda höfum við staðið okkur ágætlega hingað til. En við getum gert svo miklu betur.

Erum við rusl þjóð?

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
„Hver nennir að lesa um rusl?“ var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég var að velta fyrir mér að skrifa þennan pistil. Það er reyndar ástæða fyrir efnisvalinu því nú er nýliðin svokölluð Nýtnivika, sem er samevrópskt átak um úrgangsmál, og þemað í ár er hringrásin.

Hin skítugu leyndarmál jarðefnaeldsneytis

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Í gegnum tíðina hafa komið ótal innlegg frá allskonar snillingum um einhver meint og skítug leyndarmál lausna í umhverfismálum. Þar hefur t.d. verið bent á ýmsa vankanta varðandi bæði rafbílarafhlöður og vindmyllur. Hafa ber þó í huga að enn er ekkert að frétta varðandi endurvinnslu á jarðefnaeldsneyti og að því ég best veit, hefur ekki enn tekist að endurvinna brennt jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir rúmlega hundrað ára sögu.

Hey, þetta er ekki flókið

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt.

Breyttar ferðavenjur

Guðmundur Haukur Sigurðarson og Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamenn vinni ekki markvisst að þessari þróun.

Samofin samfélög

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Íslenska hagkerfið og núverandi lífsgæði þjóðarinnar eru því algjörlega háð olíu. Fyrir rétt rúmum 50 árum vorum við meðal fátækustu þjóða Evrópu, en þökk séu olíunni og stálinu gátum við veitt fullt af fiski og flutt hann um alla veröld með meira af olíu og stáli. Enn í dag ferðast allir til og frá Íslandi á olíu, allar vörur eru fluttar til og frá Íslandi með olíu, allur fiskurinn er veiddur og fluttur um allan heim með olíu, íslenskur landbúnaður eru nánast algjörlega háður olíu og nánast allar samgöngur innanlands eru á olíu.

Skipulagðar samgönguvenjur

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Fyrir 25 árum síðan vorum við hjónin við nám í Óðinsvéum í Danmörku. Við bjuggum þar í rúm fjögur ár, fátækir námsmenn með tvö börn í leikskóla. Aldrei datt okkur í hug að setja peninga í að kaupa og reka bíl enda aðstæður til hjólreiða í borginni algjörlega til fyrirmyndar. Svo ég segi það aftur, þetta var fyrir 25 árum síðan. Hvergi á Íslandi eru aðstæður fyrir hjólreiðafólk í dag nálægt því sem var í Óðinsvéum þá.

Kolin í Kína

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert.

Almenningssamgöngur – greining á klúðri

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Þegar verið er að meta árangur aðgerða aftur í tímann gleymist mjög oft að meta hversu mikið verri staðan hefði orðið ef aðgerðir hefðu ekki komið til.

Hversu mikið er nóg (miðað við höfðatölu)?

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Við Íslendingar vorum sárafátæk þjóð langt fram á síðustu öld en höfum á síðustu áratugum farið úr því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í það að vera ein sú ríkasta. Helstu ástæðurnar eru fiskur, rafmagn og ál, og nú, á allra síðustu árum, ferðaþjónusta.