Fara í efni

Greinar

Fimm ástæður til að fagna

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Fimm stórar ástæður til að fagna kerflslegum framförum í orku- og efniskerfum heimsins.

Fallorkan okkar

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Við Akureyringar, ásamt nágrönnum okkar, eigum saman ansi flott fyrirtæki sem heitir Fallorka. Starfsemi félagsins snýst um framleiðslu og sölu á raforku. Til að framleiða raforkuna hefur Fallorka byggt vatnsaflsvirkjanir í Djúpadal og Glerárdal og reist vindmyllur og sólarsellur í Grímsey. Á síðustu tveimur árum hefur félagið einnig sett upp fjölda hleðslustöðva fyrir rafbíla.

Íslenskt kaffi

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Íslendingar eru kaffiþyrst þjóð. Í raun erum við fjórða mesta kaffidrykkjuþjóð veraldar og þurfum að flytja inn vel yfir 3 milljónir kílóa af kaffi árlega til að halda okkur vakandi. Þetta kallar á talsverða gjaldeyriseyðslu sem við þurfum að mæta með innlendri verðmætasköpun. En hvað ef við framleiddum okkar eigið kaffi, sem myndi spara öll þessi gjaldeyriskaup og skapa verðmæti innanlands? Hvað ef kaffi væri framleitt hér innanlands og væri meira að segja ódýrara?

Umhverfisspjall Vistorku

Katla Eiríksdóttir skrifar
Umhverfisspjall Vistorku er nýr liður á heimasíðu okkar.

Ég hata fólksbílinn...

Guðmundur H. Sigurðarson skrifar
Baráttan fyrir bættum innviðum fyrir aðra samgöngumáta en fólksbílinn er ekki drifin áfram af hatri á fólksbílnum

Akureyringar kaupa eldsneyti fyrir 4 milljarða á hverju ári

Guðmundur H. Sigurðarson skrifar
Ætla má að samfélagið á Akureyri verji um 4 milljörðum á hverju ári í kaup á dísilolíu og bensíni á fólksbíla sína. Það er hærri upphæð en kostar að byggja upp allt stofnstígakerfi bæjarins fyrir umferð gangandi og hjólandi.

Danska á sunnudögum

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Utanaðkomandi áhrif hafa, eins og víða, mótað sögu og mannlíf Akureyrar í gegnum tíðina. Á Akureyri eru dönsk áhrif áberandi, t.a.m. varð Akureyri kaupstaður – í fyrsta sinn – rétt fyrir 1800 í kjölfar ákvörðunar Danakonungs sem vildi efla þéttbýli á Íslandi. Þá bjuggu 12 á Akureyri. Akureyri hefur alla burði til að verða fyrirmyndabær að öllu leyti, ekki síst í umhverfismálum enda höfum við staðið okkur ágætlega hingað til. En við getum gert svo miklu betur.

Erum við rusl þjóð?

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
„Hver nennir að lesa um rusl?“ var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég var að velta fyrir mér að skrifa þennan pistil. Það er reyndar ástæða fyrir efnisvalinu því nú er nýliðin svokölluð Nýtnivika, sem er samevrópskt átak um úrgangsmál, og þemað í ár er hringrásin.

Hin skítugu leyndarmál jarðefnaeldsneytis

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Í gegnum tíðina hafa komið ótal innlegg frá allskonar snillingum um einhver meint og skítug leyndarmál lausna í umhverfismálum. Þar hefur t.d. verið bent á ýmsa vankanta varðandi bæði rafbílarafhlöður og vindmyllur. Hafa ber þó í huga að enn er ekkert að frétta varðandi endurvinnslu á jarðefnaeldsneyti og að því ég best veit, hefur ekki enn tekist að endurvinna brennt jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir rúmlega hundrað ára sögu.

Hey, þetta er ekki flókið

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt.

Breyttar ferðavenjur

Guðmundur Haukur Sigurðarson og Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Ef við förum aðeins yfir hvað bílminni lífstíll getur skilað fyrir land og þjóð þá eru áhrifin svo rosaleg að ótrúlegt er að fleiri stjórnmálamenn vinni ekki markvisst að þessari þróun.

Samofin samfélög

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Íslenska hagkerfið og núverandi lífsgæði þjóðarinnar eru því algjörlega háð olíu. Fyrir rétt rúmum 50 árum vorum við meðal fátækustu þjóða Evrópu, en þökk séu olíunni og stálinu gátum við veitt fullt af fiski og flutt hann um alla veröld með meira af olíu og stáli. Enn í dag ferðast allir til og frá Íslandi á olíu, allar vörur eru fluttar til og frá Íslandi með olíu, allur fiskurinn er veiddur og fluttur um allan heim með olíu, íslenskur landbúnaður eru nánast algjörlega háður olíu og nánast allar samgöngur innanlands eru á olíu.

Skipulagðar samgönguvenjur

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Fyrir 25 árum síðan vorum við hjónin við nám í Óðinsvéum í Danmörku. Við bjuggum þar í rúm fjögur ár, fátækir námsmenn með tvö börn í leikskóla. Aldrei datt okkur í hug að setja peninga í að kaupa og reka bíl enda aðstæður til hjólreiða í borginni algjörlega til fyrirmyndar. Svo ég segi það aftur, þetta var fyrir 25 árum síðan. Hvergi á Íslandi eru aðstæður fyrir hjólreiðafólk í dag nálægt því sem var í Óðinsvéum þá.

Kolin í Kína

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Nýjasta æðið á Íslandi, hjá þeim sem vilja gera sem minnst varðandi minni jarðefnaeldsneytisnotkun og loftslagsbreytingar, er að benda á kolanotkun í Kína og fréttir um ný kolaorkuver þar í landi. Á meðan Kínverjar gera ekkert þá skiptir nú varla máli þó að ég kaupi rándýran og glænýjan dísilbíl. Að benda á annan verri hefur löngum verið skotheld lausn til að gera ekkert.

Almenningssamgöngur – greining á klúðri

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Þegar verið er að meta árangur aðgerða aftur í tímann gleymist mjög oft að meta hversu mikið verri staðan hefði orðið ef aðgerðir hefðu ekki komið til.

Hversu mikið er nóg (miðað við höfðatölu)?

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Við Íslendingar vorum sárafátæk þjóð langt fram á síðustu öld en höfum á síðustu áratugum farið úr því að vera ein fátækasta þjóð Evrópu í það að vera ein sú ríkasta. Helstu ástæðurnar eru fiskur, rafmagn og ál, og nú, á allra síðustu árum, ferðaþjónusta.

Arðsemi gervigrass

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Af hverju eru sum verkefni fjármögnuð með almannafé og framkvæmd en önnur ekki?

Ertu á leiðinni í fyrsta rafbílaferðalagið?

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Ferðalög á rafbílum hafa aldrei verið auðveldari og sífellt fjölgar nýjum hraðhleðslustöðvum sem geta hlaðið bílinn nánast til fulls á 10-40 mínútum. Það þarf þó að hafa nokkra hluti í huga áður en lagt er af stað í langferðalag á rafbílnum

Ókeypis pitsa á hverjum degi

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Getur ungmenni verið bíllaust á Akureyri? Akureyri er stór sál í litlum líkama. Frá miðpunkti bæjarins, kemstu hvert sem er á innan við korteri á hjóli. Stærðfræðingar átta sig þá líka á að eigir þú erindi endanna á milli í bænum, þá kemstu þangað á innan við hálftíma. Sumir Akureyringar eru með stórborgarblæti og fá bara minnimáttarkennd við þessa staðreynd.

Akureyri 2040

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Árið 2039 verðum við heimsmeistarar í fótbolta. Hver veit? Árið eftir ætlar Ísland að vera orðið kolefnishlutlaust og þá verða liðin 10 ár frá því síðasti jarðefnaeldsneytisbíllinn var fluttur inn og Parísarmarkmiðunum var náð. Fyrsta Borgarlínan verður 15 ára og líklega verða allir bílaframleiðendur hættir að framleiða fólksbíla með sprengihreyfli. Tesla og fleiri bílar geta nú þegar, árið 2021, keyrt sjálfir, þannig að væntanlega verða bílpróf óþörf.

Samgöngusamfélagar

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Á Íslandi búa flestir í bæjarfélögum sem eru samfélög og flestir eru líka á samfélags-miðlum. Og öll eigum við okkar stóru og smáu samfélög; landið, bæjarfélagið, íþróttafélagið, heita pottinn o.fl.

Dýrt spaug

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Tímabundinn opinber stuðningur er oft á tíðum lykilbreyta nauðsynlegra framfara sér í lagi þegar sú tækni sem skipta á út er óásættanleg til lengdar vegna þess að hún notar mengandi og ósjálfbært jarðefnaeldsneyti eða er alltof orkufrek.

Skólaganga eða skólaskutl?

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Menntastefna fyrir sveitafélagið 2020 - Sjálfbærni í veröldinni allri

Í eitt skipti fyrir öll

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Það er flestum ljóst sem sem skoðað hafa þróun fólksbíla af sæmilegri yfirvegun að rafmagnið er hægt og rólega að taka við sem orkugjafi. Þrátt fyrir þetta allt, má enn finna ótrúlega andstöðu hér á landi við rafvæðingu samgangna sem oft á tíðum byggir á furðulegum ranghugmyndum. Skoðum nokkrar klassískar fullyrðingar sem oft á tíðum poppa upp í umæðunni á ýmsum vettvangi.

Gleymda kjarabótin

Guðmundur Haukur Sigurðarson skrifar
Sestu niður með sjálfum þér og náðu góðum samningi um að lækka útgjöld vegna bílsins

Risastóri misskilningurinn

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Breyttar ferðavenjur skila betri umferð, umhverfi og sparnaði í krónum

Samgöngumátasamanburður

Guðmundur Sigurðarson skrifar
Samanburð á mismunandi samgöngumátum með tilliti til kostnaðar, þjónustugæða, umhverfisáhrifa og áhrifa á heilsufar. Algengasti samgöngumáti Íslendinga fær lægstu einkunnina.

Samgöngusáttmáli

Guðmundur Sigurðarson skrifar
Ég legg hér með til við bæjarfulltrúa, bæjarstjóra og aðra bæjarbúa að við gerum með okkur eftirfarandi Samgöngusáttmála fyrir bæ

Skiptum um gír

Hildur María Hólmarsdóttir skrifar
Stærsti einstaki hluti þeirrar losunar sem Ísland ber ábyrgð á er vegna losunar frá vegasamgöngum. Árið 2018 voru þetta milljón tonn CO

Rafsamgöngur í sókn

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Mikil aukning hefur verið í innflutningi á rafbílum og ekki síður rafhjólum enda hefur ýmsum ívilnunum verið beitt til að lækka kostnað á þessum fararskjótum

Græn innspýting

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Græn stefna er oft ranglega kennd við samdrátt og íþyngjandi skatta

Fimmkallinn

Guðmundur Sigurðarson skrifar
Ef urðun hefði bara sama kolefnisgjald og olía myndi skattur á lífræna urðun vera 5 kr./kg.

Óskiljanleg sóun

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Á Íslandi er framleitt hágæðaeldsneyti á gasformi sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er alltof lítið brúkað.Metan er fr

Kyoto þá, París nú

Guðmundur Sigurðarson skrifar
Hvar stöndum við í dag gagnvart Parísarsamningnum

Mitt mat á metani

Guðmundur Sigurðarson skrifar
Í okkar daglega lífi eru samgöngur stóra málið í Parísarsamkomulaginu

Bréf til hugrakka frambjóðands

Guðmundur Sigurðarson skrifar
Núverandi kosningabarátta einkennist að venju af loforðum og yfirboðum en það er hefðbundinn fylgifiskur kosninga. Nánast allir flokkar ne

París og París

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar
Kæru þingmenn. Ég vil byrja á að þakka ykkur öllum fyrir að samþykkja fullgildingu Parísarsamningsins um loftlagsmál. Ég vil jafnframt

Grænar greinar - hluti I - Molta

Guðmundur Sigurðarson skrifar
Fyrstu íbúðarhúsin á Akureyri risu seinnihluta 17. aldar og má því segja að samfélagið okkar hér á Akureyrinni hafi að mestu byggst u

Kolefnishlutlaus Akureyri

Guðmundur Sigurðarson skrifar
Nú líður að Parísarfundi þar sem lokatilraun verður gerð til að komast að samkomulagi um að sporna við loftslagsbreytingum á Jörðinn

Innleiðingarhraðinn

Guðmundur Sigurðarson skrifar
Auðlindin lofthjúpur jarðar er að fyllast af koltvísýringi og auðlindin olía að tæmast