Fara í efni

8 Loftslagsaðgerðir

8 Loftslagsaðgerðir

Árið 2017 verður ár fræðslunnar hjá Vistorku og höfum við í tilefni þess m.a. tekið saman á veggspjald 8 loftslagsaðgerðir sem allir geta tileinkað sér og tekið þátt í án þess að skerða lífsgæði að neinu marki. Með þessum einföldu aðgerðum er hægt að stuðlað að því yfirlýsta markmiði Akureyrarbæjar að verða kolefnishlutlaus á næstu árum.

GRÆNA KARFAN
Fyrir hvert kíló af lífrænum úrgangi sem þú setur í moltugerð í stað urðunar minnkar CO2 útblástur um 1 kg
- Þar að auki verður til lífrænn gæðaáburður

GRÆNA TREKTIN
Fyrir hvert kíló af notaðri matarolíu og fitu sem þú setur í lífdísilgerð í stað fráveitu minnkar útblástur CO2 um 3 kg
- Um leið minnka stíflur í vaski og fráveitunni

RAFMAGNSBÍLL
Með því að keyra rafmagnsbíl í stað bensín- eða dísilbíls 10.000 km á ári minnkar þú CO2 útblástur um 2.500 kg
- Mun ódýrari orka og minna viðhald

METANBÍLL
Með því að keyra metanbíl í stað bensín- eða dísilbíls 10.000 km á ári minnkar þú CO2 útblástur um 2.500 kg
- Innlend orka úr heimahögum

ENDURVINNSLA
Fyrir hvert kíló af áli sem þú setur í endurvinnslu í stað förgunar minnkar CO2 útblástur um 9 kg
- Vertu þitt eigið álver

SKÓGRÆKT
Fyrir hvert tré sem er gróðursett bindast 2 kg af CO2 á hverju ári
- Skógur skapar líka skjól og framtíðarefnivið

STRÆTÓ
Fyrir hverja ferð sem þú notar metanstrætó í stað einkabíls sparast um 1 kg af CO2
- Minnkar líka umferðarteppur og sparar gatnagerð

HJÓL OG GANGA
Fyrir hverja 4 kílómetra sem þú hjólar eða gengur í stað þess að keyra minnkar útblástur CO2 um 1 kg
- Auk þess bætir þú líkamlega og andlega heilsu