Fara í efni

Vistorka hlýtur styrk frá Landsvirkjun

Vistorka hlýtur styrk frá Landsvirkjun

Vistorka hlaut styrk til að útbúa fræðsluefni um loftslagsmál.
Í umsókninni stendur m.a.: "Vistorka ehf. var stofnuð í maí 2015 og er tilgangur félagsins m.a. að kanna möguleika á frekari framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis. Frá stofnun hefur Vistorka einnig verið virkur þátttakandi í miðlun upplýsinga og fræðslu um loftslagsmál og sjálbærni. Vistorka hefur heimsótt flesta skóla á Akureyri og tekið virkan þátt í fræðslu í Vinnuskólanum á hverju sumri og Vísindaskóla HA fyrir börn og unglinga. Auk þess hefur félagið haldið og tekið þátt í fjölda fyrirlestra og viðburða af ýmsum tilefnum á sviði umhverfis- og loftslagsmála".
Styrkur 850.000,- kr.

Vistorka var ekki eini aðilinni í Orkugarði sem hlaut styrk því Sigurður Friðleifsson tók einnig við styrk f.h. Orkuseturs. 
Verkefni Orkuseturs snýst um endurnýtingu á rafhlöðum úr rafbílum og hvernig er hægt að nýta slíka orkugeymslu í sjálfbæru orkukerfi í Grímsey.
Styrkur 1.500.000,- kr.

Sjá nánar um aðra styrki á frétt á vef Landsvirkjunar