Fara í efni

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð gæti tekið við öllum dýraleifum af landinu

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð gæti tekið við öllum dýraleifum af landinu

Eins og fram kemur í þessari frétt hér á vefnum okkar þá var fyrir ári síðan kynnt frumhagkvæmnimat að uppbyggingu líforkuvers við Eyjafjörð. Nú ári síðar hefur verið stofna undirbúningsfélag á vegum SSNE og ríkisins. Félagið sótti nýlega um lóð á Dysnesi þar sem fyrirhugað er að starfssemin rísi.

Úr frétt af vef RÚV

Verkefnið um líforkugarða í Dysnesi við Eyjafjörð, á sér langa sögu og byggist að miklu leyti á starfi Vistorku, sem vann rannsókna- og forvinnu um árabil. Nú er verkefnið alfarið komið til Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra þar sem Kristín Helga Schiöth er verkefnisstjóri.

„Þetta hefur einhvernveginn undið upp á sig og undanfarin ár er kominn verulegur þungi í verkefnið, kannski síðstliðin tvö ár,“ segir Kristín. „Það eru svo margar hliðar á þessu þar sem þarf að leysa vanda fyrir sveitarfélögin hvað varðar lífrænan úrgang. Við erum að horfa á orkuskipti og við erum að horfa fram á vanda sem ríkið stendur frammi fyrir. Og einhvernveginn þá púslast mörg púsl saman þannig að það er áhugi fyrir því að svona geti risið hér á svæðinu.“

Sjá nánar frétt á vef RÚV

Íbúafundur í Hörgársveit um líforkuver

Velheppnaður íbúafundur var haldinn í íþróttahúsinu á Þelamörk í gær, fimmtudaginn 2. nóvember. Á fundinum var íbúum sveitarfélagsins Hörgársveitar kynntar hugmyndir um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi. Fundurinn var vel sóttur, en um 70 manns hlýddu á Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, Kristínu Helgu Schiöth verkefnastjóra líforkuvers hjá SSNE, og Karl Karlsson ráðgjafa verkefnisins.

Snorri Finnlaugsson, sveitarstjóri Hörgársveitar, stýrði fundinum en eftir kynningarnar fóru fram pallborðsumræður. Þar voru auk frummælenda og Iðunn María Guðjónsdóttir fulltrúi matvælaráðuneytis og Kjartan Ingvarsson fulltrúi umhverfis- orku og loftslagsráðuneytis.

Sjá nánar frétt á vef SSNE