Græna trektin | söfnun á úrgangs matarolíu og fitu
Orkey ehf., Efnamóttakan og fleiri söfnunaraðilar á úrgangi hafa á undanförnum árum lagt í mikla vinnu í að byggja upp gott kerfi fyrir söfnun á notaðri steikingarolíu fyrir lífdísilframleiðslu Orkeyjar.
Góð reynsla er nú komin á söfnun og móttöku á steikingarolíu bæði hjá matsölustöðum og almenningi. Á Akureyri sækja gámaþjónustufyrirtækin notaða steikingarolíu á veitingahús og mötuneyti en almenningur skilar inn á grenndarstöðvar í gegnum verkefnið Græna trektin - Orka úr eldhúsinu sem er samstarfsverkefni Norðurorku, Orkuseturs, Vistorku og Gámaþjónustu Norðurlands. Grænu trektina er hægt að nálgast í þjónustuveri Norðurorku eða í þjónustuanddyri Ráðhússins
Sjá einnig vefsíður Ekofunnel og Norðurorku og frétt af síðu Vistorku
![]() |
![]() |