Fara í efni

Frumhagkvæmnimat Líforkuvers komið út

Frumhagkvæmnimat Líforkuvers komið út

Úttekt á því að reisa svokallað líforkuver á Norðurlandi eystra hefur nú verið birt á vef SSNE. Verkefnið snýst um mat á hagkvæmni þess að safna saman mest öllum lífrænum úrgangi sem fellur til á NA-landi á einn stað – Líforkuver – og vinna úr honum verðmætar afurðir.

Niðursta verkefnisins var kynnt fulltrúum sveitarfélaga og öðrum hagaðilum 1. nóvember 2022 í Hofi. Vistorka sá um verkefnisstjórnun ásamt SSNE, en að gerð skýrslunnar komu ráðgjafar frá; Mannviti, Environice, KPMG og Gefn.

Líforkuver er lausn sem felur í sér að safna saman öllum lífrænum úrgangi og búfjáráburði sem fellur til á svæðinu og vinna úr því verðmæti, þ.e. lífdísil, metan og moltu. Eins og segir m.a. í skýrslunni „Líforkuveri er ætlað að vera heildarlausn sem uppfyllir þær kröfur og væntingar sem hið opinbera, atvinnulífið og neytendur gera til meðhöndlunar á lífrænum úrgangi í nútíð og framtíð“.

Skýrslan er ítarleg og fer m.a. yfir mikilvægi þess að koma á fót Líforkuveri á svæðinu, sóknarfæri, kostnaðarmat, hagkvæmni og samfélagsáhrif. Í frétt SSNE um skýrsluna kemur fram að stofnun Líforkuvers sé einstakt tækifæri til halda áfram að vera í farabroddi þegar kemur á meðhöndlun lífræns úrgangs á Íslandi.

Við mælum með að áhugasamir gefi sér tíma og grúski í skýrslunni. Við hjá Vistorku erum að öðru leiti virkilega spennt að sjá hvernig þetta verkefni muni þróast og erum alltaf boðin og búin að fjalla um verkefnið hvar og hvenær sem er.

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.

2 mín útskýringamyndband um líforkuver má finna hér.

Útskýringamyndin hér að neðan sýnir vel hvaða verðmæti mætti vinna úr þeim úrgangi sem fellur til á svæðinu.