Fara í efni

Græna Akureyri - N1 mót KA

Græna Akureyri - N1 mót KA

Akureyrarbær vill hvetja bæjarbúa og gesti bæjarins til að leggja sitt af mörkum svo við getum staðið við að kalla okkur umhverfisvænan bæ - Græna Akureyri. Verum dugleg að nýta okkur góða veðrið hér á Akureyri og hvað bærinn er lítill, við skulum því labba, taka strætó, nýta Hoppin og ef við verðum að fara á bíl þá að nýta ferðina vel með fullan bíl af fólki. Þannig fyllum við líka bæinn af mannlífi frekar en bílaumferð.

Bærinn leggur íþróttafélögum bæjarins til mest alla aðstöðu og styrkir auk þess mótahald með því að bjóða gistingu í skólum, í sund og fleira. Við viljum því hvetja þá sem standa að mótum og þá sem koma hingað til að keppa að virða það með góðri umgengi og umhverfisvænni hegðun. Leggjum bílnum, flokkum ruslið (sérstaklega lífrænt), minnkum matarsóun og hendum engu í klósettið.

Í gær hófst stærsta íþróttamót ungmenna á Akureyri, N1 mót KA. Þúsundir gesta á öllum aldri verða því um allan bæ í vikunni að ferðast á milli staða og borða mat. Við viljum hvetja alla til að nota bílinn eins lítið og mögulegt er, ekki leggja upp á gangstéttum eða grænum svæðum, að borða hollt og drekka hreina vatnið okkar sem kemur beint úr Hlíðarfjalli. Á Akureyri þarf hvorki olíu til að komast á milli staða eða orkudrykki til að hlaupa í fótbolta.

Hér að neðan má finna ítarlegar upplýsingar og fróðleik um; sorpflokkun, hleðslustöðvar fyrir rafbíla og fleira tengt umhverfismálum Akureyrar.

https://www.akureyri.is/is/thjonusta/umhverfismal/graena-akureyri
https://www.visitakureyri.is/is/um-akureyri/graena-akureyri
https://www.vistorka.is