Fara í efni

Leifur Arnar

Leifur Arnar

Verkefnið Leifur Arnar snýst um að auka vitund á loftslags-, umhverfis- og auðlindaáhrifum matarsóunar og notkun umbúða fyrir tilbúin matvæli - Hvað verður um MATAR-LEIF-ARNAR.

Markmið verkefnisins eru tvíþætt:

  • Að minnka matar- og umbúðasóun á veitingastöðum með því að koma upp umbúðakerfinu “Leifur Arnar” þ.e. að fólk geti tekið með sér matinn (take-away eða leifarnar) í umbúðum sem setja má í moltugerð.
  • Að koma upp hvatakerfi sem tryggir að veitingastaðir vinni samkvæmt loftslagsþrennunni að:
  1. Minnka matarsóun með Leif Arnar kerfinu
  2. Skila allri notaðri steikingarolíu í lífdísilgerð 
  3. Allur lífrænn úrgangur fari í jarðgerð

 

Þeir veitingastaðir sem taka þátt í verkefninu fá  merkingar sem setja má t.d. í glugga veitingastaða, á matseðilinn, heimasíðu og

einnig munu fylgja leiðbeiningar fyrir starfsmenn til að hengja upp í eldhúsi eða starfsmannaaðstöðu staðarins.

Dæmi um einblöðunga  fyrir verkefnið, þar sem hver veitingastaður getur sett inn auka upplýsingar  á bakhlið sem tengjast umhverfismálum á staðnum

 

Aðgerðir ríkisins - lofslagsávinningur:

Loftslagsáhrif eru talsverð. Samkvæmt lauslegri greiningu fyrir verkefnið falla til um 500 lítrar af steikingarolíu og 15 tonn af lífrænum úrgangi á ári, hjá dæmigerðum veitingastað. Þetta þýðir að veitingastaður sem skilar ekki inn olíu í lífdísilgerð og lætur lífrænan úrgang í almenna urðun veldur losun sem nemur 21 tonni af CO2 á ári, borið saman við stað sem skilar olíu og lífrænum úrgangi í réttan farveg. Það er því til mikils að vinna að ná til veitingastaða með betra kerfi. Auk þess mun minni matasóun með afganga-bökkum skila minni losun sem er erfitt að setja nákvæma tölu á.

Ísland hefur skuldbundið sig til að ná markmiðum Parísarsamningsins. Í aðgerðaráætlun ríkisins stendur m.a.: „Áætlað er að losun frá úrgangi árið 2030 hafa dregist saman um 104 þúsund tonn af CO2-ígildum“.

Útfærsla og hönnunarvinna:

Nú þegar eru margir matvælaframleiðendur og skyndibitastaðir farnir að feta í átt að betri umbúðum og verslanir jafnvel farnar að bjóða viðskiptavinum að koma með eigin ílát. Fyrir þá staði sem eru nú þegar með umbúðir úr pappa sem mega fara í jarðgerð snýr þátttaka í verkefninu meira að merkingum og hvatakerfi þar sem veitingarstaðurinn skuldbindur sig til að skila allri steikingarolíu og lífrænum úrgangi í réttan farveg. Vert er að benda á að umbúðir úr lífplasti (plastflokkar merktir: PLA, PHA, PHB, PHBV, PCL, PBS og PBAT) eiga ekki að fara í jarðgerð þótt þær séu markaðsettar með þeim hætti en niðurbrot þessara umbúða verður einungis við ákveðin skilyrði sem ekki eru fyrir hendi í jarðgerðarstöðinni Moltu ehf.

 

Hönnuðurinn fyrir Leif Arnar verkefnið er Ingibjörg Berglind Guðmundsdóttir hjá Cave Canem Hönnunarstofu.