Fara í efni

Segullinn

Segullinn

Verkefnið SEGULLINN samanstendur af tveimur hlutum; málmplötu og færanlegri stiku með segli. Notendur geta valið upphafsstað og séð hversu langan tíma það tekur að hjóla eða ganga tiltekna vegalengd. Þannig er auðvelt að gera sér grein fyrir hversu fljótur viðkomandi er að komast milli staða án bifreiðar. Einnig nýtist segullinn vel til að meta ferðatíma frá strætóstoppistöðvum til sérstakra áfangastaða. Segulstikan gerir ráð fyrir að það taki 4 mínútur að hjóla og 12 mínútur að ganga 1 km.