Fara í efni

Vistorkustæði og hraðhleðslustöðvar

Hraðhleðslustöð
Hraðhleðslustöð

Vistorkustæði og hraðhleðslustöðvar

Undirbúningur tveggja hraðhleðslustöðva á Akureyri fyrir rafmagnsbíla er nú í fullum gangi en um er að ræða samstarf milli Norðurorku og Orku Náttúrunar í Reykjavík, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur. Norðurorka sótti nýverið um lóðir fyrir stöðvarnar tvær, annars vegar við Glerártorg og hins vegar við Strandgötu. Áætlað er að þær verði settar upp í byrjun næsta árs.

Samhliða þessu vinnur Vistorka einnig að því að komið verði upp svo nefndum grænum stæðum í miðbænum sem eru hugsuð sem forgangsstæði fyrir bifreiðar sem ganga fyrir eldsneyti/orku sem framleidd er á Íslandi, þ.e. lífdísel, metan eða raforku. Er þá miðað við að þessar bifreiðar njóti forgangs í þessi stæði og fái eftir atvikum heimild til þess að standa lengur í viðkomandi stæðum.

Stæðin verða máluð græn og merkt sérstaklega. Einnig eru hugmyndir um að til þess að mega leggja í stæðin verði viðkomandi bifreið að vera auðkennd með miða frá Vistorku.

Sjá einnig  frétt á vikudagur.is og bókun Skipulagsnefndar, lið 7. og 8.