Fara í efni

Áþreifanlegur útblástur - CO2 áskorun

Áþreifanlegur útblástur - CO2 áskorun

Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru klárlega allra stærsta umhverfismál samtímans. Útblástur gróðurhúsaloftegunda tengist öllum jarðarbúum og mun hafa áhrif á alla jarðarbúa. Lönd keppast nú við að teikna upp aðgerðir til að mæta metnaðarfullum skuldbindingum úr Parísarsamkomulaginu.

Til að mæta markmiðum er þátttaka almennings forsenda fyrir árangri og sú þátttaka getur einungis byggt á almennri meðvitund um vandann. Eitt af vandamálunum við kynningu á umfangi vandans er ósýnileiki koltvísýrings.

Samgöngugeirinn blæs út um 900 milljón kg af koltvísýringi sem enginn hefur neina tilfinningu fyrir hvorki sem þyngd né rúmmál.

Þetta verkefni snýst um að gera koltvísýringinn áþreifanlegan til að auka vitund fólks og vonandi gera það viljugra til verka.

Hægt er að leigja allt settið fyrir viðburði 

Einnig er hægt að fá fræðslu með settinu  bæði á staðnum eða í fjarbúnaði.