Fara í efni

Grænt bókhald

Grænt bókhald

Vistorka býður fyrirtækjum upp á aðstoð við gerð á græns bókhalds og framsetningu og gerð umhvefisstefnu.

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar (851/2002) um grænt bókhald er um að ræða upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í starfsemi fyrirtækisins. Á þetta við um þau fyrirtæki sem hafa t.d. útgefið starfsleyfi frá Umhverfisstofnum. Með grænu bókhaldi eru gefnar upplýsingar um þá þætti í framleiðslunni sem valda neikvæðum umhverfisárhrifum. Bókhaldið nýtist svo við að mynda stefnu í umhverfismálum til að greina það sem betur má fara við reksturinn, hvað þetta varðar. Einnig veitir grænt bókhald upplýsingar til almennings um fyrirtækið og geta niðurstöður þess styrkt stoðir fyrirtækisins í samfélaginu. Slíkt bókhald gefur gott yfirlit yfir notkun fyrirtækisins á hráefnum og umhverfisáhrif þeirra. Þetta yfirlit gefur því góða mynd af stöðunni og getur hjálpað til við að; stýra betur og takmarka notkun á hráefnum með óæskileg umhverfisáhrif, bæta nýtingu hráefna, draga úr orkunotkun og styðja við mögulegar úrbætur í framleiðslunni.

Athafnir sem eiga sér stað hjá fyrirtækinu geta valdið losun gróðurhúsalofttegunda bæði innan og utan svæðismarka. Til að greina þar á milli skiptist losunin í þrjú mismunandi svæði eftir því hvar hún á sér stað. Þessir flokkar hafa verið nefndir svæðismörk A, B og C.

Svæðismörk A: Losun gróðurhúsalofttegunda frá uppsprettum sem staðsettar eru innan marka fyrirtækisins (svæðisbundin losun).

Svæðismörk B: Losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar af notkun innan marka sveitarfélagsins á rafmagni, gufu, varma og/eða kælingu sem flutt er í veitukerfi (losun þvert á svæðismörk).

Svæðismörk C: Öll önnur losun gróðurhúsalofttegunda sem á sér stað utan marka svæðis fyrirtækisins vegna starfsemi og athafna þess (losun utan marka).

Fyrirtæki sem halda grænt bókhald eiga að leitast við að meta alla þá losun sem hægt er að afla áreiðanlegra gagna um, en gefst þó kostur á að velja hversu vítt svið bókhaldið nær yfir.

Losunarbókhald á grunnstigi, nær yfir losun á svæðismörkum A og B vegna staðbundinnar orkunotkunar (s.s. vegna eldsneytisnotkunar frá tækjum og yfirbyggingu) og orkunotkunar í samgöngum, svo og losun á svæðismörkum A og C vegna úrgangs sem fellur til á svæðinu og er meðhöndlaður utan svæðis.

Allar frekari upplýsingar um Grænt bókhald má finna á vefnum Græn skref.

Molta ehf. er dæmi um fyrirtæki sem hefur nýtt sér þjónustu Vistorku við gerð á grænu bókhaldi