Akureyringar kaupa eldsneyti fyrir 4 milljarða á hverju ári
Ætla má að samfélagið á Akureyri verji um 4 milljörðum á hverju ári í kaup á dísilolíu og bensíni á fólksbíla sína. Það er hærri upphæð en kostar að byggja upp allt stofnstígakerfi bæjarins fyrir umferð gangandi og hjólandi.