Fara í efni

Fréttir

Styrkir til vistorkuverkefna

Vistorka og Orkey hlutu í júní styrki frá Uppbyggingarsjóði Norðulands eystra og Íslandsbanka í að kanna hagkvæmni þess að nýta allan fitu- og olíuríkan úrgang á svæðinu til framleiðslu á eldsneyti.

Vistorka ehf. stofnuð

Tilgangur Vistorku er að kanna frekari möguleika á framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis sem nýtir innlent hráefni. Markmiðið er að meta hvort á Eyjafjarðarsvæðinu sé hægt á sjálfbæran hátt að nýta hráefni sem til fellur til framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti. Einnig mun félagið kanna mögulega nýtingu á þeim hliðarafurðum sem framleiðslunni tengjast.